ÍBV þarf að koma fólki aftur á óvart

Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum með eftirminnilegum hætti í vor.
Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum með eftirminnilegum hætti í vor. mbl.is/Eggert

Síðasta tímabil verður lengi í minnum haft hjá Eyjamönnum, sem og fleiri handboltaáhugamönnum. ÍBV var nýliði í deildinni, lét erlenda leikmenn sína fara snemma á tímabilinu og glímdi við mikil skakkaföll vegna meiðsla, en tókst með ævintýralegum hætti að standa uppi sem Íslandsmeistari ársins 2014.

Það er óhætt að segja að stemningin hafi farið stigmagnandi í herbúðum Eyjamanna, sem höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni áður en þeir mættu Val í úrslitakeppninni. Þar fóru stuðningsmenn ÍBV að vekja mikla athygli, þjóðhátíðarstemning var á hverjum leik og í æsilegu einvígi höfðu Eyjamenn betur. Sú varð einnig raunin í úrslitarimmunni við Hauka þar sem ÍBV lenti tvívegis undir en vann svo í dramatískum oddaleik.

En Eyjamenn lifa ekki á fornri frægð. Nú mæta þeir til leiks sem mun þekktari stærð, lið sem allir aðrir hafa að markmiði að stöðva. Og þetta þurfa þeir að gera án besta leikmanns síðasta Íslandsmóts, manns sem gat alltaf unnið leiki upp á eigin spýtur; stórskyttunnar Róberts Arons Hostert sem er farinn í atvinnumennsku eftir eitt tímabil í Eyjum.

Greinina í heild má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins sem í dag lýkur kynningu sinni á liðunum í Olís-deild karla í handknattleik með umfjöllun um lið ÍBV og Hauka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert