Afturelding hefur keppni af krafti

Frá viðureign HK og Þróttar Nes á Íslandsmóti kvenna í …
Frá viðureign HK og Þróttar Nes á Íslandsmóti kvenna í blaki í Fagralundi í gærkvöldi. Ljósmynd/HK

Íslandsmeistarar Aftureldingar í blaki kvenna hefja titilvörn sína í Mizuno-deildinni af krafti.

Í gær vann Aftureldingarliðið, sem er talsvert breytt frá síðustu leiktíð, öruggan sigur á Stjörnunni í þremur hrinum gegn engri, 25:17, 25:21, 25:16. Leikið var í Ásgarði.

Í hinum leik kvöldsins í deildinni vann HK einnig öruggan sigur á Þrótti Nes í Fagralundi, 3:0. Stigahæstar voru Guðbjörg Valdimarsdóttir með 12 fyrir HK og María Rún Karlsdóttir með 13 stig fyrir Þrótt. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert