Afar erfitt að hafna Kobe

Pau Gasol í leik með Spánverjum á HM.
Pau Gasol í leik með Spánverjum á HM. AFP

Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol var í gær kynntur fyrir fjölmiðlum sem einn nýjasti liðsmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfuknattleik. Gasol kom til Chicago frá LA Lakers þar sem hann varð tvívegis NBA-meistari og myndaði banvænt tvíeyki með Kobe Bryant, sem reyndi ítrekað að fá Spánverjann til að halda kyrru fyrir.

„Það var mjög erfið ákvörðun að segja nei við Kobe. Hann vildi að við spiluðum saman til loka ferilsins. Kobe var einn þeirra fyrstu sem fengu að vita af þeirri ákvörðun minni að fara til Bulls,“ sagði Gasol, sem er kominn til Chicago til að bæta þriðja titlinum í safnið: „Bulls hefur allt sem til þarf til að afreka mikið í vetur, unga menn sem eru sólgnir í árangur og ég vil vera hluti af því,“ sagði Gasol. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert