Norðmenn hættir við vetrarólympíuleika 2022

Vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sochi 2014, og fara fram …
Vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sochi 2014, og fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu 2018. AFP

Ósló hefur dregið sig út úr keppninni um að fá að halda vetrarólympíuleikana 2022. Þar með standa aðeins tvær borgir eftir sem Alþjóða ólympíunefndin þarf að velja á milli.

Auk Óslóar hafa Kraká í Póllandi, Lviv í Úkraínu og Stokkhólmur í Svíþjóð hætt við að freista þess að fá að halda leikana.

Valið stendur því á milli Peking í Kína og Almaty í Kasakstan. Peking gæti orðið fyrst borga til að halda bæði sumar- og vetrarólympíuleika en sumarólympíuleikarnir fóru þar fram árið 2008.

Valið verður á milli Peking og Almaty á fundi Alþjóða ólympíunefndarinnar í Kuala Lumpur 31. júlí á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert