EM: Blandaða liðið komst í úrslit

Íslenska liðið fær góðan stuðning í Höllinni.
Íslenska liðið fær góðan stuðning í Höllinni. mbl.is/Fimleikasambandið

Forkeppni í fullorðinsflokkum á Evrópumótinu í hópfimleikum er hafin í Laugardalshöllinni og blandað lið Íslands hefur tryggt sér sæti í úrslitunum í laugardaginn. 

Ísland varð í 4. sæti í forkeppninni með 53.116 stig og komst nokkuð örugglega áfram. 

Í blönduðum liðum eru liðin skipuð báðum kynjunum. Kvennalandsliðið keppir laust eftir klukkan átta í kvöld í forkeppninni. Úrsltin hjá fullorðnum fara fram á laugardaginn en úrslitin hjá unglinum á morgun. 

Kl 17:48 Íslenska liðið komst í úrslit og hafnaði í 4. sæti í undankeppninni. Liðið fékk 16.200 stig í dýnustökkunum og samtals 53.116 stig. Noregur fékk flest stig í forkeppninni eða 56.666. Ein íslensku keppendanna meiddist á hné þegar hún lenti illa í stökkinu og virtist nokkuð kvalin. Lítur í það minnsta ekki vel út og var hún borin út af á sjúkrabörum. 

Kl 17:22 Íslenska liðið fékk 20.316 fyrir gólfæfingar sínar og tekur þar með forystu í forkeppninni í blandaða flokknum. Er þetta besta skor sem sést hefur hingað til í gólfæfingunum. Afskaplega fín dómgæsla. 

Kl 17:00 Íslenska liðið er í 5. sæti eftir keppni á trampólíni. Liðið fékk 16.600 stig fyrir æfingar sínar en níu lið keppa í flokki blandaðra liða. Keppt er í þremur greinum og á íslenska liðið eftir að framkvæma æfingar á dýnu og á gólfi.  Ég myndi skjóta á að um tvö þúsund manns séu nú á pöllunum en áhorfendastúkurnar sem fluttar voru inn frá Bretlandi taka fjögur þúsund í sæti. Áhorfendur láta mjög vel í sér heyra en hefðin á mótum sem þessum virðist vera sú að mikil læti séu á pöllunum í jákvæðum skilningi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert