Andrea, Kolbrún og Sólveig í liði mótsins

Á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í gær var í fyrsta sinn valið lið mótsins og verðlaun veitt fyrir besta fimleikafólkið á hverju áhaldi.

Sex bestu fimleikamennirnir og sex bestu fimleikakonurnar á dýnu og tampólíni hljóta sæti í liðinu en valið er byggt á erfiðleikastigi og framkvæmd þeirra æfinga sem fimleikafólkið gerði á mótinu.

Ísland á þrjá fulltrúa í liðinu, þær Andreu Sif Pétursdóttur og Sólveigu Bergsdóttur úr íslenska kvennaliðinu og Kolbrúnu Þöll Þorradóttur úr íslenska stúlknaliðinu.

Lið mótsins:
Kristoffer G.J. Hayes, danska karlaliðinu
Niels Wendelboe Hedegaard, danska karlaliðinu
Jacob Melin, sænska karlaliðinu
Morten Juul Sörensen, danska drengjaliðinu
Lucas Bedin, sænska karlaliðinu
Sondre Lokka Thorstein, norska drengjaliðinu
Hanna Meinl, sænska kvennaliðinu
Johanna Malmberg, sænska kvennaliðinu
Andrea Sif Pétursdóttir, íslenska kvennaliðinu
Sólveig Bergsdóttir, íslenska kvennaliðinu
Hema Gaur-Sharma, breska kvennaliðinu
Kolbrún Þöll Þorradóttir, íslenska stúlknaliðinu

Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðu einstaklinga á mótinu á hverju áhaldi. Á trampólíni og dýnu er hverjum stökkvara gefin einkunn í keppni og var það fimleikafólkið sem framkvæmdi erfiðustu æfingarnar sem hlaut þessa viðurkenningu. Á gólfi er hinsvegar ekki verið að horfa á einstaklingana heldur liðið í heild og því voru það yfirdómararnir sem völdu besta kvendansarann og besta karldansarann úr liðunum sem framkvæmdu erfiðustu æfingarnar.

Viðurkenningarnar hlaut eftirtalið fimleikafólk:

Idalie Lalandier, Frakklandi á gólfi og Dimitri Petrowski, Frakklandi á gólfi, en bæði eru þau í liði Frakklands í blönduðum flokki en franska liðið hlaut hæstu einkunn á gólfi í blandaða flokknum.
Johanna Malmberg, sænska kvennaliðinu, á trampólíni
Jacob Melin, sænska karlaliðinu, á trampólíni
Julia Meinl, sænska kvennaliðinu, á dýnu
Kristoffer G. J. Hayes, danska karlaliðinu, á dýnu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert