Afturelding hefur ekki tapað hrinu

Elsa Sæný Valgeirsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir leikir fóru fram í Mizuno-deild kvenna í blaki í kvöld. Afturelding sigraði KA 3:0 í Mosfellsbæ og á Neskaupstað vann Stjarnan lið Þróttar einnig 3:0.

Aftureldingar vann hrinurnar 25:14, 25:12 og 25:7 en Afturelding hefur ekki tapað hrinu í haust. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Fjóla Rut Svavarsdóttir með 12 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 9 stig. Í liði KA var stigahæst Sunna Valdimarsdóttir með 3 stig.

Á Norðfirði vann Stjarnan hrinurnar 25:19, 25:14 og 25:18. 

Stigahæstu leikmenn Þróttar voru María Karlsdóttir með 9 stig og Lilja Einarsdóttir sem gerði 4 stig.

Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Elsa Sæný Valgeirsdóttir sem gerði 16 stig og Ásthildur Gunnarsdóttir með 9 stig

Liðin mætast aftur kl. 12 á morgun og karlalið Þróttar mætir HK í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert