Kraftmikil byrjun en tap

Rósborg Halldórsdóttir og Sigdís Lind Sigurðardóttir verjst í leiknum við …
Rósborg Halldórsdóttir og Sigdís Lind Sigurðardóttir verjst í leiknum við Dani í gær. Ljósmynd/Blaksambands Íslands

Íslenska unglingalandslið stúlkna U17 í blaki byrjaði Nevza mótinu í Kettering á Englandi af krafti í gær gegn liði Danmörku. Engu að síður mátti íslenska liðið sætta sig við tap.

Danir byrjuðu betur í leiknum og komst liðið í 8:6 og svo 16:10. Ísland náði svo góðum kafla í síðari hluta hrinunnar og náði að minnka muninn í 21:19 og svo endaði hrinan 25:23, dönum í vil. Í annarri hrinunni náði danska liðið að yfirspila þær íslensku. Jafnt var á flestum tölum til að byrja með og m.a. var staðan 9-8 en breyttist svo skyndilega í 16:8. Móttakan náði sér ekki á strik á þessum kafla og lítill baráttuandi. Hrinan kláraðist 25:16 fyrir Danmörku.

Þriðja hrinan í leiknum var best hjá íslenska liðinu. Jafnt var á flestum tölum og þrátt fyrir að danir hafi náð nokkurra stiga forystu náði það íslenska alltaf að jafna leikinn aftur. Spenna var undir restina og jafnt frá 20:20 en Danmörk hafði betur 25:23. 

Stigahæstar hjá Íslandi voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 13 stig og María Rún Karlsdóttir með 12 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert