Björninn vann á gullmarki

SA Víkingar unnu UMFK Esju 8:4 á Íslandsmóti karla í íshokkí á Akureyri í kvöld. Í Egilshöll vann Björninn 3:2-sigur á SR í framlengdum leik.

Sigurinn var ekki eins öruggur og tölurnar gefa til kynna en Víkingar höfðu þó alltaf frumkvæðið í leiknum. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti í fyrstu lotunni og uppskáru þrjú mörk. Ben DiMarco átti fyrsta markið en eldri og reyndari leikmenn liðsins, þeir Rúnar Freyr Rúnarsson og Sigurður Sveinn Sigurðsson hin tvö.

Í annarri lotu komu Esjumenn sér inn í leikinn þegar nýttu sér það að vera manni fleiri á ísnum en markið gerði Kole Bryce. Víkingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og á innan við mínútu gerðu þeir tvö mörk og breyttu stöðunni í 5:1 og þannig var staðan í lotulok.

Í þriðju og síðustu lotunni náðu Esjumenn að koma sér inn í leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir að leiknum var staðan orðin 6:4. Þegar stutt var til leiksloka freistaði Gauti Þormóðsson þjálfari Esju þess að minnka muninn með því að taka markmann sinn af velli. Sú áætlun gekk ekki upp og þess í stað skoraði Jóhann Már Leifsson í autt markið og örfáum sekúndum síðar bætti Jón B. Gíslason við öðru marki fyrir Víkinga.

Antonoff með gullmarkið

Leikur Bjarnarins og SR var æsispennandi. Björninn var í öðru sæti deildarkeppninnar fyrir leikinn, þremur stigum á eftir SR-ingum, og því ljóst að hart yrði barist um stigin þrjú sem í boði væru.

Einsog tölurnar gefa til kynna var leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en það var unlingalandsliðsmaðurinn Markús Maack sem kom SR-ingum yfir strax á fjórðu mínútu. Þegar langt var liðið á lotuna misstu SR-ingar hinsvegar tvo menn í boxið með stuttu millibili. Bjarnarmenn nýttu sér það, endar státar liðið bestu tölfræðinni í að leika manni fleiri, en markið gerði spilandi þjálfari þeirra Lars Foder.

Fljólega í annarri lotu kom Frakkinn Nicolas Antonoff Bjarnarmönnum yfir og það var ekki fyrr en þriðja lota var hálfnuð sem SR-ingar náðu að jafna. Bjarnarmenn misstu þá mann í refsingu og Miloslav Racansky skoraði eftir stoðsendingu frá Daníel Steinþór Magnússyni.

Fleiri mörk voru ekki gerð í hefðbundnum leiktíma og því framlengt jafnframt því sem fækkað var um einn mann í hvoru liði. Á fjórðu mínútu framlengingarinnar tryggði síðan fyrrnendur Antonoff Birninum aukastigið sem var í boði.

Tölfræði úr leikjunum má sjá hér að neðan.

---------------------------------------------

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Ben Di Marco 2/0
Jón B. Gíslason 2/0
Jóhann Már Leifsson 1/2
Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Inþór Árnason 1/0
Rúnar F Rúnarsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/2
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 72 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:

Pétur A Maack 1/1
Kole Bryce 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Mike Ward 0/2
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 72 mínútur.

---------------------------------------------

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Nicolas Antonoff 2/1
Lars Foder 1/0
Sigursteinn Atli Sighvatsson 0/2

Refsingar Björninn: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/1
Markús Maacki 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 0/1

Refsingar SR:  8 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert