Hrafnhildur vann til silfurverðlauna á Grand Prix-móti

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, vann til silfurverðlauna á Grand Prix-móti í sundi í Minneapolis í gærkvöld.

Hrafnhildur kom önnur í mark í 100 jarda bringusundi en þetta sterka mót er hluti af undirbúningi hennar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Doha í Katar í byrjun næsta mánaðar. Hrafnhildur keppnir í 200 jarda bringusundi í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert