Meistararnir vörðu titla sína

Kristján Helgi Carrasco og Telma Rut Frímannsdóttir
Kristján Helgi Carrasco og Telma Rut Frímannsdóttir mbl.is/Golli

Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi vörðu bæði titla sína á Íslandsmótinu í kumite í karate í dag.

Telma Rut varð þar með Íslandsmeistari fimmta árið í röð, en hún hefur sigrað í opnum flokki síðan hún fékk aldur til að keppa þar, átján ára gömul. Hún sigraði einnig í sínum þyngdarflokki, en ekki var keppt í liðakeppni kvenna.

Kristján Helgi varð þrefaldur meistari því hann sigraði einnig í sínum þyngdarflokki og í liðakeppninni, en það hefur hann gert síðustu þrjú árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert