Anton Sveinn með gull og brons

Anton Sveinn McKee er fremsti sundmaður Íslands um þessar mundir.
Anton Sveinn McKee er fremsti sundmaður Íslands um þessar mundir. mbl.is/Ómar

Anton Sveinn McKee vann í dag til gullverðlauna í 200 jarda bringusundi á bandarísku háskólamóti í Blacksburg í Virginíuríki.

Sigurtími Antons var 1:55,76 mínútur. Hann hafnaði auk þess í 3. sæti í 100 jarda bringusundi á 54,16 sekúndum.

Á síðasta keppnistímabili vann Anton Sveinn sigur í 200 jarda bringusundi á öllum mótum sem hann tók þátt í. Í Bandaríkjunum er notast við jarda í stað metra, en Íslandsmet Antons Sveins í 200 metra bringusundi er 2:10,72 mínútur frá því í sumar. Það er jafnframt 22. besti tíminn á heimslista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert