Jórunn setti Íslandsmet

Jón Þór Sigurðsson og Jórunn Harðardóttir.
Jón Þór Sigurðsson og Jórunn Harðardóttir. Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson

Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, bætti sitt eigið Íslandsmet í 50 metra liggjandi riffli á Landsmóti Skotsambands Íslands um helgina sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi. Hún fékk 616,8 stig en gamla met hennar var 615.5 stig. Bára Einarsdóttir, Skotfélagi Kópavogs, varð í öðru sæti með 600,4 stig.

Í karlaflokki sigraði Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotfélagi Kópavogs, með 613, 5 stig. Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, hreppti annað sætið með 609,4 stig og Jón Þór Sigurðsson, Skotfélagi Kópavogs varð þriðji með 608,5 stig. A-lið Skotfélags Kópavogs sigraði í liðakeppni karla með 1.830,2 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert