Pétur og Eva glímufólk ársins

Pétur Eyþórsson vann enn og aftur.
Pétur Eyþórsson vann enn og aftur. mbl.is/Eggert

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, voru valin glímufólk ársins 2014 en stjórn Glímusambandsins tilkynnti þetta eftir stjórnarfund í gær.

Pétur er 36 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Hann var sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann vann Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í níunda sinn.

Eva Dögg er 19 ára gömul og tók þátt í öllum glímumótum á árinu 2014 og var ávallt í verðlaunasæti. Eva sigraði svo einnig á nokkrum alþjóðlegum mótum á árinu og varð meðal annars skoskur meistari í backhold.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert