Mo Farah ætlar að verja titla sína á HM

Mo farah
Mo farah AFP

Bretinn Mo Farah ætlar sér að verja titla sína í 5 og 10 þúsund metra hlaupum þegar heimsmeistaramótið í frjálsum fer fram í Peking næsta sumar.

Farah tilkynnti í vikunni að hann muni hefja keppnistímabilið í Edinborg hinn 10. janúar og mun þá keppa í sínum sterkustu vegalengdum.

Farah hefur gælt við þann möguleika að hella sér út í maraþonhlaup og tók þátt í maraþoni í fyrsta skipti í London í apríl á þessu ári. Eins og staðan er núna virðist líklegast að hann muni keppa í 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupum fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Mo Farah er einstakur afreksmaður og er handhafi Ólympíugullverðlauna,
heimsmeistara- og Evrópumeistaratitla í þessum tveimur vegalengdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert