Tvö mót í hnefaleikum í Kópavoginum

Boxhanskar verða á lofti í Kópavoginum á laugardaginn.
Boxhanskar verða á lofti í Kópavoginum á laugardaginn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvö mót verða haldin í hnefaleikum í húsakynnum Hnefaleikafélags Kópavogs á laugardaginn og verða fremstu hnefaleikarar þjóðarinnar þar samankomnir samkvæmt fréttatilkynningu frá HFK.

Fimm hnefaleikafélög taka þátt í mótunum: Hnefaleikafélag Kópavogs, Hnefaleikafélag Reykjavíkur, Hnefaleikafélagið Æsir, Hnefaleikafélag Reykjaness og Hnefaleikafélag Akraness.

Annars vegar er um að ræða mót fyrir yngri keppendur sem hefst klukkan 15 en hins vegar mót fyrir fullorðna sem hefst klukkan 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert