Mál Hughes „einstakt tilvik“

Krikketsambandið í Ástralíu mun rannsaka strax og ítarlega öryggi leikmanna eftir að Phillip Hughes lést eftir að fá bolta í hálsinn í leik. Hughes var 25 ára. 

Yfirmaður Krikketsambandsins, James Sutherland, segir að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. „En við munum strax rannsaka málið og athuga hvað megi bæta.“

Fyrrverandi fyrirliði enska krikketlandsliðsins segir að ekki hefði hvarflað að nokkrum að þetta gæti gerst. „Þetta er áfall fyrir alla krikketleikara,“ segir hann við BBC.

Hughes fékk bolta í hálsinn af mjög stuttu færi í leik á þriðjudag. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést í gær. 

Fyrirliði ástralska krikketlandsliðsins, Michael Clarke, sat við sjúkrarúm félaga síns allan tímann á meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Clarke barðist við tárin á blaðamannafundi í gær og sagði að Hughes hefði verið honum sem bróðir.

Fréttir mbl.is:

Phillip Hughes er látinn

Í lífshættu eftir að hafa fengið bolta í höfuðið

Michael Clarke las yfirlýsingu fyrir hönd fjölskyldunnar á blaðamannafundi í …
Michael Clarke las yfirlýsingu fyrir hönd fjölskyldunnar á blaðamannafundi í gær. AFP
Phillip Hughes.
Phillip Hughes. AFP
Phillip Hughes.
Phillip Hughes. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert