Sigrar hjá HK og Austfirðingum

Frá leik HK og Aftureldingar í kvöld.
Frá leik HK og Aftureldingar í kvöld.

Karlalið HK og kvennalið Þróttar úr Neskaupstað báru sigur úr býtum í leikjum á Íslandsmótinu í blaki í kvöld.

Íslands- og bikarmeistarar HK í karlaflokki fóru létt með Aftureldingu í Mosfellsbænum og sigruðu 3:0. Hrinurnar enduðu 25:16, 25:10 og 25:16. Stigahæstir hjá HK voru Theodór Ó. Þorvaldsson með 15 stig og Andris Orlovs með 14 stig en enginn Aftureldingarmanna gerði meira en þrjú stig.

HK-ingar eru efstir í úrvalsdeild karla með 15 stig eftir fimm umferðir.

Í Neskaupstað innbyrtu heimakonur í Þrótti sín fyrstu stig í vetur með því að sigra Þróttarkonur úr Reykjavík 3:0. Hrinurnar enduðu 25:23, 25:18 og 25:16.

Gestirnir náðu yfirhöndinni í fyrstu hrinunni en heimastúlkur náðu að snúa leiknum sér í vil og vinna upp 10 stiga mun og unnu hrinuna 25:23.  Eftir það fylltust stelpurnar sjálfstrausti og leikgleðin skein í gegn. Heimastúlkur voru með sterkar uppgjafir og fína sóknmeðan gestirnir gerðu mikið af mistökum.

Stigahæstu leikmenn Þróttar N. voru María Rún Karlsdóttir með 18 stig en fyrir Þrótt R. skoraði Sunna Þrastardóttir 8 stig

Frá leik Þróttar og Þróttar í Neskaupstað í kvöld.
Frá leik Þróttar og Þróttar í Neskaupstað í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert