Tímamóta-úrvalslið í blaki

Úrvalslið karla. Piotr Kempisty úr KA átti ekki heimangengt.
Úrvalslið karla. Piotr Kempisty úr KA átti ekki heimangengt. Ljósmynd/BLÍ

Í dag útnefndi Blaksamband Íslands í fyrsta sinn úrvalslið fyrri umferðar í Mizuno-deildum karla og kvenna.

Það eru þjálfarar og leikmenn liðanna í deildunum sem sjá um að kjósa þá sem skarað hafa fram úr.

Elsa Sæný Valgeirsdóttir fékk tvær viðurkenningar við verðlaunaafhendinguna í dag en hún er þjálfari fyrri umferðarinnar í karla-deildinni og í liði fyrri umferðar í kvenna-deildinni.

Topplið Aftureldingar á fjóra leikmenn af sex í úrvalsliði kvenna en hjá körlunum á topplið HK þrjá af sex.

Lið fyrri umferðar Mizuno-deildar kvenna:

Þjálfari: Matthías Haraldsson, Þrótti Nes.
Kantur: Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Stjörnunni
Miðja: Fríða Sigurðardóttir, HK
Uppspilari: Miglena Apostolova, Aftureldingu
Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Móttaka: Zaharina Filipova, Aftureldingu
Frelsingi: Alda Ólína Arnarsdóttir, Aftureldingu

Lið fyrri umferðar Mizuno-deildar karla:

Þjálfari: Elsa Sæný Valgeirsdóttir, HK
Kantur: Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni
Miðja: Fannar Grétarsson, HK
Uppspilari: Lúðvík Már Matthíasson, HK
Díó: Piotr Kempisty, KA
Móttaka: Emil Gunnarsson, Stjörnunni
Frelsingi: Stefán Gunnar Þorsteinsson, HK

Úrvalslið fyrri umferðar Mizuno-deildar kvenna. Þjálfarinn Matthías Haraldsson og Alda …
Úrvalslið fyrri umferðar Mizuno-deildar kvenna. Þjálfarinn Matthías Haraldsson og Alda Ólína Arnarsdóttir úr Aftureldingu voru ekki viðstödd. Ljósmynd/BLÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert