Gott hjá Helgu og Einari í Svíþjóð

Helga María Vilhjálmsdóttir náði góðum árangri á alþjóðlegu móti í …
Helga María Vilhjálmsdóttir náði góðum árangri á alþjóðlegu móti í svigi í Svíþjóð í dag. AFP

Helga María Vilhjálmsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson höfnuðu í sjötta sæti í stigmóti í Bydalsfjaellen í Svíþjóð í dag.  Helga Margrét var aðeins 1,53 sekúndum á eftir sigurvegarar keppninnar. 

Þetta var besti árangur Helgu það sem af er vetri og fékk hún fyrir vikið 41.23 FIS-punkta. Stöllurnar Erla Ásgeirsdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir urðu síðan í 21. og 22. sæti, rúmum fjórum sekúndum á eftir sigurvegaranum.

Einar Kristinn var 1,40 sekúndum á eftir sigurvegaranum sem var heimamaðurinn Isak Klein. Einar skíðaði vel í báðum ferðum í dag, sérstaklega síðari ferðinni. Magnús Finnsson náði ekki að klára fyrstu ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert