Þorbjörg fer á Evrópuleikana

Þorbjörg Ágústsdóttir.
Þorbjörg Ágústsdóttir. mbl.is/Eggert

Þorbjörg Ágústsdóttir tryggði sér um helgina keppnisrétt á Evrópuleikunum í skylmingum, en leikarnir fara fram í Bakú á næsta ári.

Þorbjörg tók þátt í úrtökumóti í Búdapest um helgina, en þar voru 74 keppendur sem kepptu um að komast á Evrópuleikana. Fjögur efstu sætin í hverri grein gáfu keppnirétt á leikana og komst Þorbjörg áfram úr riðlakeppninni í átta manna úrslit þar sem vann hún búlgörsku stúlkuna Shalamanovu 15-14 og þar með var keppnisrétturinn tryggður.

Á Evrópuleikunum keppa 36 sterkustu skylmingamennirnir í hverri grein, auk liðakeppni.

Á úrtökumótinu keppti einnig Gunnar Egill Ágústssson og komst hann áfram eftir riðlakeppnina en tapaði viðureign sinni í átta manna útslitum 15-3 á móti austurríska skylmingamanninum Willau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert