Landsliðið klárt fyrir HM í badminton

Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen leika gegn Patrick McHugh og …
Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen leika gegn Patrick McHugh og Rebekka Findlay frá Skotlandi á Reykjavíkurleikunum. mbl.is/Ómar

Frímann Ari Ferdinandsson, landsliðsþjálfari í badminton, hefur valið A-landsliðið sem keppa mun á HM í Dongguan í Kína í vor.

Mótið, sem gengur undir nafninu Sudirman Cup, fer fram dagana 10.-17. maí. Það var fyrst haldið árið 1989, þegar 28 lönd tóku þátt, en yfir 50 lönd taka þátt í mótinu í ár.

Í íslenska landsliðshópnum eru meðal annars þau Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sem náðu lengst Íslendinga í badmintonkeppninni á nýafstöðnum Reykjavíkurleikum, með því að komast í 8-liða úrslit í tvenndarleik.

Hópinn skipa:
Atli Jóhannesson TBR
Daníel Thomsen TBR
Kári Gunnarsson TBR
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert