Spenna hjá SR og Birninum

Lars Föder úr Birninum í baráttu við Arnþór Bjarnason, Ævar …
Lars Föder úr Birninum í baráttu við Arnþór Bjarnason, Ævar Björnsson og Samuel Krakaver úr SR í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Skautafélag Reykjavíkur ógnar Birninum í baráttunni um annað sætið á Íslandsmóti karla í íshokkí eftir sigur, 5:4, í framlengdum leik liðanna í Egilshöllinni í kvöld. SA Víkingar burstuðu hinsvegar Esju, 12:1, í Laugardalnum.

Norðanmenn eru þá komnir með 38 stig og nokkuð ljóst að þeir leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Björninn er með 30 stig og SR 27 þegar liðin eiga sex leikjum ólokið svo þar er spennan að aukast. Esja situr eftir með 13 stig.

Leikmenn Bjarnarins og SR lögðu sig alla fram og spennustigið var hátt. Björninn komst yfir á áttundu mínútu fyrstu lotu með marki frá spilandi þjálfara sínum, Lars Föder. Fimm mínútum síðar jafnaði Robbie Sigurðsson metin fyrir SR-inga en bæði mörkin komu þegar liðin höfðu yfirtölu á ísnum.

Það voru sautján sekúndur liðnar af annarri lotu þegar Miloslav Racansky kom gestunum í SR yfir og átta mínútum síðar bætti Viktor Örn Svavarsson marki og staða SR-inga vænleg. Hrólfur Gíslason minnkaði muninn fyrir Björninn þegar tvær sekúndur lifðu lotunnar og staðan því 3:2, SR-ingum í vil.

Einum færri á ísnum bættu Bjarki Reyr Jóhannesson í forskot SR-inga. Bjarnarmenn gáfust hinsvegar ekki upp og með mörkum frá þeim Lars Föder og Nicolas Antonoff jöfnuðu þeir leikinn áður en lotan var úti. Því var framlengt og á fimmtu mínútur framlengingarinnar tryggði Samuel Krakauer SR-ingum aukastigið sem í boði var. 

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Lars Föder 2/2
Nicolas Antonoff 1/1
Hrólfur Gíslason 1/0
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Björninn: 22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/1
Robbie Sigurðsson 1/0
Samuel Krakauer 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Kári Guðlaugsson 0/1
Victor Anderson 0/1
Jón Andri Óskarsson 0/1

Refsingar SR: 14 mínútur

Esjumenn virkuðu áhugalitlir  strax frá byrjun í Laugardalnum og Víkingar gerðu út um leikinn strax í fyrstu lotu þegar þeir gerðu sjö mörk án þess að Esja næði að svara fyrir sig. Ben DiMarco fór mikinn í leiknum rétt einsog í undanförnum tveimur leikjum liðsins en strax í fyrstu lotunni hafði hann náð að skora þrennu. Meðal annarra markaskorara var Matthías Már Stefánsson með sitt fyrsta meistaraflokksmark. 

Leikurinn jafnaðist aðeins í annarri lotunni Víkingar náðu þó að bæta við tveimur mörkum. Í þriðju og síðustu lotunni bættu Víkingar svo verðskuldað við þremur mörkum en Esjumenn náðu að koma sér á blað fimm mínútum fyrir leikslok. 

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben DiMarco 5/1
Andri Már Mikaelsson 2/0
Jón B Gíslason 1/4
Rúnar F. Rúnarsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Matthías Már Stefánsson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/2
Ingþór Árnason 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 28 mínútur. 

Robbie Sigurdsson úr SR og Birkir Árnason fyrirliði Bjarnarins í …
Robbie Sigurdsson úr SR og Birkir Árnason fyrirliði Bjarnarins í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert