90 milljóna króna bónus

Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði 8 mörk fyrir Katar gegn Þýskalandi …
Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði 8 mörk fyrir Katar gegn Þýskalandi í gær. Hann hefur heldur betur hagnast á velgengni liðsins á HM. EPA

Leikmenn og þjálfari Katars hafa aflað sér gríðarhárra tekna með því að komast í undanúrslit á HM, sem er langbesti árangur í sögu handboltaliðs þjóðarinnar.

Fyrir mótið var þeim hverjum og einum heitið að fá bónusgreiðslu fyrir sigurleiki að andvirði 14,7 milljóna íslenskra króna, samkvæmt hinu sænska Aftonbladet. Það þýðir að eftir fjóra sigurleiki í riðlakeppninni og sigra gegn Austurríki og Þýskalandi í útsláttarkeppninni hefur hver leikmaður tryggt sér tæplega 90 milljónir króna bara í bónusgreiðslur.

Þá eru ótalin þau ofurlaun sem bæði leikmenn, en 10 þeirra eru fæddir utan Katars, og spænski þjálfarinn Valero Rivera fá. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert