Tveir Íslendingar á leið á HM í skíðagöngu

Sævar Birgisson á fullri ferð í Sochi síðasta vetur.
Sævar Birgisson á fullri ferð í Sochi síðasta vetur. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson, landsliðsmenn í skíðagöngu, stefna báðir að keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer í Svíþjóð seinni partinn í febrúar. Þeir undirbúa sig nú af kostgæfni fyrir HM, Brynjar í Svíþjóð og Sævar í Noregi. Morgunblaðið sló á þráðinn til þeirra og forvitnaðist um ganga mála í undirbúningi þeirra fyrir mótið.

„Hljóðið í mér er mjög gott því ég er orðinn spenntur fyrir HM og hlakka til að sjá hvort ég geti bætt mig þar,“ sagði Brynjar sem keppir á sænska meistaramótinu á laugardaginn. Auk þess verður Brynjar á meðal keppenda í heimsbikarmóti um miðjan febrúar eða áður en að HM kemur. „Þar verður hægt að keyra sig í gang og fínt að fá alvöru keppni rétt fyrir HM. Þar mæti ég þeim bestu í heimi og veit þá betur hvar ég stend. Það verður fín reynsla og ég veit þá einnig hvort ég þarf að hvíla eða æfa síðustu dagana fyrir HM.“

Brynjar er mjög vel upplagður þessa dagana og náði sínum besta árangri á dögunum með tilliti til FIS-punktakerfisins sem stuðst er við í skíðaíþróttunum. Hann fékk 89,32 FIS-punkta í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð á Norðurlandamótinu í Falum í Svíþjóð, sem er hans langbesti árangur.

Rætt er við þá báða í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert