HK bætir í á toppnum

Stefan Gunnar Þorsteinsson lék mikilvægt hlutverk í afturlínu HK í …
Stefan Gunnar Þorsteinsson lék mikilvægt hlutverk í afturlínu HK í dag.

Í dag mættust lið HK og Þróttar Neskaupstað í Mizuno-deild karla í blaki. Leikið var í Fagralundi og unnu heimamenn 3:1.

Fyrsta hrinan var nokkuð jöfn a köflum a köflum en lauk með sigri HK 25:22. Hið sama var uppi á teningnum í annarri hrinu og höfðu Þróttarar yfirhöndina i upphafi hrinunnar en þjálfari HK, Elsa Sæný, gerði breytingar á liði sinu sem breyttu gangi leiksins og skiluðu heimamönnum sigri 25:17.

Í þriðju hrinu komu Þróttarar beittir til leiks og eftir jafnan fyrri hluta hrinurnar sigldu þeir fram úr um miðbik hennar. Leikmenn HK bitu aðeins frá sér undir lok hrinurnar en það dugði ekki til og lauk henni með sigri Þróttar 25:22.

Í fjórðu hrinu var eins og allur vindur væri ur Þrótturum og höfðu þeir fá svör við sterkum og skipulögðum leik heimamanna. Lauk þeirri hrinu 25:11 og fóru heimamenn þvi með sigur af hólmi 3:1.

Stigahæstir í liði HK voru Fannar Grétarsson með 17 stig og Andris Orlovs með 15 stig. Stigahæstir í liði Þróttar voru Valgeir Valgeirsson með 14 stig og Matthías Haraldsson með 10 stig. 

Með þessum sigri jók HK forskot sitt a toppi deildarinnar og situr nu i efstasæti með 23 stig eftir 8 leiki. Í öðru sæti er lið Stjörnunnar með 19 stig en í því þriðja er lið Þróttar Neskaupstað með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert