Elías og María Helga standa best að vígi

Elías Snorrason er efstur í stigakeppni karla.
Elías Snorrason er efstur í stigakeppni karla. mbl.is/Kristinn

Elías Snorrason úr KFR og María Helga Guðmundsdóttir úr Þórshamri eru efst á stigalistunum eftir annað bikarmót Karatesambands Íslands sem fram fór um helgina.

Keppt var í bæði kata og kumite en þetta var annað mótið af þremur. Bikarmeistarar verða krýndir í lok þriðja mótsins hinn 25. apríl en stig úr bæði kata og kumite gilda til bikarmeistaratitils.

Elías vann sigur í kata en María Helga varð í 3. sæti í kata og í 5.-6. sæti í kumite. Bikarmeistari síðustu fimm ára, Kristján Helgi Carrasco, dvelur erlendis þessar vikurnar og gat ekki keppt. Bikarmeistari kvenna, Telma Rut Frímannsdóttir, vann sigur í kumite en hún missti af fyrsta mótinu þar sem hún var í æfingabúðum í Frakklandi.

Úrslit úr 2. bikarmótinu:

Kata karla
1. Elías Snorrason, KFR
2. Bogi Benediktsson, Þórshamri
3. Hólmgeir Gauti Agnarsson, Breiðabliki
3. Sverrir Magnússon, KFR
5.-6. Sverrir Ólafur Torfason, Leikni
5.-6. Arnar Júlíusson, KFV

Kata kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðabliki
2. Kristín Magnúsdóttir, Breiðabliki
3. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri
4. Diljá Guðmundsdóttir, Þórshamri
5.-6. Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðabliki
5.-6. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðabliki

Kumite karla
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylki
2. Máni Karl Guðmundsson, Fylki
3. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki
3. Elías Guðni Guðnason, Fylki
5.-6. Sverrir Magnusson, KFR
5.-6. Sverrir Ólafur Torfason, Leikni

Kumite kvenna
1. Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA
2. Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylki
3. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylki
3. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylki
5.-6. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri
5.-6. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðabliki

Staðan eftir 2. mót:

Karlaflokkur
Elías Snorrason, KFR, 20 stig
Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, 18 stig
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki, 16 stig

Kvennaflokkur
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri, 21 stig
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðabliki, 20 stig
Kristín Magnúsdóttir, Breiðabliki, 19 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert