Nýtt heimsmet í skíðastökki - myndband

Peter Prevc fagnar eftir lendinguna.
Peter Prevc fagnar eftir lendinguna. EPA

Peter Prevc frá Slóveníu setti í gær nýtt heimsmet í skíðastökki þegar hann stökk 250 metra og sigraði á móti í Vikersund í Noregi.

Fyrra metið áttið Norðmaðurinn Johan Remen Evensen og setti hann það á sama stað fyrir fjórum árum, en stökk Prevc var 3,5 metrum lengra en hjá Evens.

Prevc er 22 ára gamall og vann til bronsverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí fyrir ári síðan. Hann er fyrsti skíðamaðurinn utan Skandinavíu sem setur heimsmet í skíðastökki síðan árið 2000 þegar Austurríkismaðurinn Andreas Goldberger setti heimsmet.

Myndband af metstökki Prevc má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert