Aníta keppir við heimsmeistara

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir mun meðal annars eiga í höggi við heimakonuna Zuzönu Hejnová, heimsmeistara í 400 metra grindahlaupi, um það að komast áfram úr undanriðlakeppninni í 800 metra hlaupi á EM í Prag kl. 11.15 í dag.

Aníta er í 1. riðli með pólskum, írskum, norskum og rússneskum keppendum. Rússinn er sú eina með betri tíma en Aníta í riðlinum, þó ekki á þessu ári. Tvær fljótustu í hverjum riðlanna fjögurra komast í undanúrslit og fjórar til viðbótar með bestu tíma þar á eftir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert