Kári skoraði í dýrmætum sigri

Kári Árnason í leik með Rotherham.
Kári Árnason í leik með Rotherham. Ljósmynd/themillers.co.uk

Kári Árnason skoraði fyrra mark Rotherham þegar liðið vann góðan 2:0-sigur á Huddersfield á útivelli. Kári lék síðustu 15 mínúturnar sem fyrirliði liðsins.

Eftir þennan sigur er Rotherham 9 stigum frá fallsæti þegar tíu umferðir eru eftir.

Jóhann Berg Guðmundsson var í liði Charlton sem vann Cardiff á útivelli, 2:1. Aron Einar Gunnarsson hóf leik fyrir Cardiff en fór meiddur af velli á 30. mínútu. Ekki er vitað um eðli meiðslanna en vonandi er að landsliðsfyrirliðinn nái sér fljótt því Ísland mætir Kasakstan í undankeppni EM eftir þrjár vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert