Kvennalandsliðið á leið til Ítalíu

Kvennalandsliðið er á leið til Ítalíu.
Kvennalandsliðið er á leið til Ítalíu. Eggert Jóhannesson

Um páskana halda tvö kvennalandslið í blaki til Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. Um er að ræða A liðið og U19 lið í blaki en ferðinni er heitið til Porto San Giorgio næsta þriðjudag.

Landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Daniele Capriotti hefur staðið í ströngu í vetur að koma þessu á koppinn og er nú komið að stundinni. Alls fara 18 leikmenn í ferðina, 9 leikmenn í hvoru liði en lögð er mikil áhersla á að þjálfarar komi með til að læra því öflug fararstjórn verður með hópnum.

Kvennalandsliðið undirbýr sig fyrir Smáþjóðaleikana sem verða í sumar í Reykjavík og er ferðin stór hluti af undirbúningi liðsins. Liðið mun taka þátt í æfingamóti frá 1.-3. apríl, leikur við lið San Marino og svo Ítalskt neðrideildarlið.

Unglingaliðið leikur í risa móti þar sem yfir 90 lið senda lið til keppni víðsvegar að úr heiminum. Mótið heitir Easter Volley og má finna upplýsingar um það hér. Reiknað er með því að liðið leiki 6-7 leiki dagana 2.-4. apríl. Æfingar eru svo skipulagðar þá daga sem ekki er spilað og heimferðadagur er 6. apríl.

Borgin Porto San Giorgio er á austurströnd Ítalíu en flogið er með hópinn frá Keflavík til Rómar í gegnum Basel á þriðjudaginn. Heimferðin er frá Ancona flugvelli í nágrenni borgarinnar í gegnum London.

Leikmenn

Fríða Sigurðardóttir, HK
Hanna María Friðriksdóttir, HK
Guðbjörg Valdimarsdóttir, HK
Herborg Vera Leifsdóttir, HK
Karen Björg Gunnarsdóttir, Aftureldingu
Kristina Apostolova, Aftureldingu
Miglena Apostolova, Aftureldingu
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Aftureldingu
Rósborg Halldórsdóttir, Aftureldingu
Sigdís Lind Sigurðardóttir, Aftureldingu
María Rún Karlsdóttir, Þrótti Nes
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
Lilja Einarsdóttir, Þrótti Nes
Særún Birta Eiríksdóttir, Þrótti Nes
Ásthildur Gunnarsdóttir, Stjörnunni
Sóley Berg Victorsdóttir, Stjörnunni
Birta Björnsdóttir, Nortwood
Hjördís Eiríksdóttir, Winthrop Eagles

Þjálfarar og fararstjórn

Daniele Capriotti, aðalþjálfari
Guðbergur Egill Eyjólfsson, aðstoðarþjálfari
Emil Gunnarsson, aðstoðarþjálfari
Harpa Grímsdóttir, aðstoðarþjálfari
Mundína Ásdís Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari
Ólafur Jóhann Júlíusson, dataVolley tölfræði
Sævar Már Guðmundsson, fararstjóri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert