Hlynur með næstbesta tíma Íslendings

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Hlynur Andrésson náði á föstudag lágmarki fyrir Evrópumeistaramót 23 ára og yngri sem fram fer í Tallinn í Eistlandi í sumar, þegar hann tók þátt í 10 þúsund metra hlaupi á Raleigh Relays í Norður-Karólínu.

Tími Hlyns var 29:38,42 mínútur, sem er einungis tíu sekúndum frá Íslandsmeti Kára Steins Karlssonar frá 2008, sem er 29:28,05, og er þetta því næstbesti tími Íslendings í greininni. Met Sigfúsar Jónssonar, 30:10 mínútur, hafði staðið lengi.

Hlynur sem er frá Vestmannaeyjum keppti með íslenska landsliðinu í Evrópubikarkeppninni í fyrra. Hann er í námi í Bandaríkjunum en æfir undir leiðsögn Gunnars Páls Jóakimssonar hjá ÍR á sumrin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert