Jafnföst skot í þessari deild

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður Íslands.
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður Íslands. mbl.i/Eggert

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu, var í þeirri sérstöku stöðu á laugardaginn að landsleikurinn í Kasakstan var hans fyrsti alvöru mótsleikur á árinu 2015.

Hannes leikur sitt annað tímabil með Sandnes Ulf í Noregi en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust þrátt fyrir frábært ár hjá íslenska markverðinum sem þótti besti leikmaður liðsins.

Hann sagði við Morgunblaðið að fyrir sitt leyti hefði það ekki verið neitt vandamál að koma í leikinn í Astana við þessar aðstæður.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búinn að vera á löngu undirbúningstímabili og þetta var vissulega fyrsti alvöruleikur ársins. En það er eitthvað sem maður hefur gert áður, einhvern tíma þarf tímabilið að byrja og undirbúningstímabilið hefur allt miðast við að vera klár um þetta leyti og við byrjum deildina í næstu viku,“ sagði Hannes sem hélt marki Íslands hreinu í fjórða skipti í fimm fyrstu leikjunum í undankeppni EM.

„Núna er maður í hámarksformi og ég var meira en tilbúinn í þennan leik og búinn að spila fullt af æfingaleikjum. Það er ekki eins og þetta hafi verið í byrjun eða á miðju undirbúningstímabili. Þetta er eiginlega á hápunkti þess þannig að ég er eiginlega í mjög fínu standi og var algjörlega tilbúinn í þetta."

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert