Hróbjartur efstur í Frakklandi

Íslensku strákarnir í Frakklandi.
Íslensku strákarnir í Frakklandi. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Strákarnir okkar luku keppni í gær, 16. apríl, á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fer nú fram í Montpellier í Frakklandi.

Efstur af strákunum í fjölþraut var Hróbjartur Pálmar Hilmarsson í 66. sæti með 67.165 stig, næstur á eftir honum var Jón Sigurður Gunnarsson í 67. sæti með 64.798 og svo Hrannar Jónsson í 68. sæti með 56.499 stig. Bjarki Ásgeirsson keppti ekki á öllum áhöldum og taldi því ekki til stiga í fjölþrautarkeppninni.

Keppt verður til úrslita á einstökum áhöldum á morgun og er enn möguleiki á að Norma Dögg Róbertsdóttir fái að spreyta sig þar sem að hún er 1. varamaður inn á stökki. Möguleiki er líka á því að Eyþóra keppi á morgun þar sem að hún er 1. varamaður inn á gólfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert