Phelps sigraði eftir langa fjarveru

Michael Phelps í flugsundinu í gær
Michael Phelps í flugsundinu í gær AFP

Michael Phelps, sigursælasti sundmaður sögunnar, stakk sér aftur til sunds í keppni í gær í fyrsta skipti í átta mánuði en bandaríska sundsambandið setti hann í hálfs árs keppnisbann vegna ölvunaraksturs.

Phelps keppti á móti í Arizona sem var vel sótt enda vakti þátttáka Phelps athygli. Hann stóð fyrir sínu og sigraði í 100 metra flugsundi á 52,38 sekúndum. Phelps keppti einnig í greininni á þessu sama móti fyrir ári síðan og tími hans var verri nú.

Phelps gaf það út á dögunum að hann hefði sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í Ríó.

Heimsmeistarmót verður haldið í sumar en Phelps verður í keppnisbanni hjá bandaríska sundsambandinu á því móti. Alþjóða sundsambandið virðist þó vera að íhuga alvarlega að bjóða Phelps til keppni á HM samkvæmt erlendum fjölmiðlum. 

Michael Phelps í viðtali að sundinu loknu
Michael Phelps í viðtali að sundinu loknu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert