Vann Boston-maraþon með 4 sekúndna mun

Caroline Rotich hleypur í mark í Boston-maraþoninu. Í baksýn má …
Caroline Rotich hleypur í mark í Boston-maraþoninu. Í baksýn má sjá Mare Dibaba, klædda appelsínugulu. AFP

Caroline Rotich frá Keníu vann keppni kvenna í Boston-maraþoninu í dag eftir hreint ótrúlega harða keppni við Mare Dibaba frá Eþíópíu.

Rotich kom í mark fjórum sekúndum á undan Dibaba eftir æsispennandi lokasprett niður Boylston Street. Sigurtími hennar var 2:24,55 klukkustundir.

Lelisa Desisa vann keppni karla, rétt eins og árið 2013. Þá gat hann lítið fagnað enda sprungu tvær sprengjur nálægt endamarkinu sem urðu þremur áhorfendum að bana og slösuðu 260 til viðbótar. Desisa gaf verðlaun sín til Boston-borgar til minningar um fórnarlömbin, en verðlaunin sem hann fékk í ár ætlar hann að eiga sjálfur.

„Ég held að þessi verðlaunapeningur sé ætlaður mér,“ sagði Desisa eftir hlaupið.

Lelisa Desisa og Caroline Rotich.
Lelisa Desisa og Caroline Rotich. AFP
Caroline Rotich var hvíldinni fegin eins og gefur að skilja.
Caroline Rotich var hvíldinni fegin eins og gefur að skilja. AFP
Caroline Rotich og Mare Dibaba hlupu lengi hlið við hlið.
Caroline Rotich og Mare Dibaba hlupu lengi hlið við hlið. AFP
Lelisa Desisa kemur í mark.
Lelisa Desisa kemur í mark. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert