Deildarmeistarar sendir í frí í kvöld?

Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, og Valsmaðurinn Alexander Júlíusson, eigast …
Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, og Valsmaðurinn Alexander Júlíusson, eigast við í öðrum leik liðanna á síðasta laugardag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Deildarmeistarar Vals þurfa á sigri að halda í kvöld til að halda sér á lífi í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. Haukara hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna sem mætast að Hlíðarenda í kvöld.

Afturelding verður án tveggja af sínum bestu sóknarmönnum, Jóhanns Jóhannssonar og Jóhanns Gunnars Einarssonar, þegar liðið mætir ÍR í Mosfellsbæ en staðan er 1:1 í einvíginu. Sá fyrrnefndi er í banni en sá síðarnefndi meiddur.

Báðir leikir hefjast klukkan 19.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert