Hann hefði átt að fá lífstíðarbann

Usain Bolt.
Usain Bolt. AFP

Spretthlauparinn og margfaldur Ólympíumethafi, Usain Bolt, segir að það hafi átt að banna bandaríska spretthlauparann Tyson Gay til lífstíðar í stað þess eina árs sem hann hlaut fyrir að nota anabólíska stera.

„Ég hef aldrei heyrt neitt heimskulegra. Skilaboðin ættu að vera: Ef þú svindlar, þá ertu rekinn úr íþróttinni,“ sagði Jamaíkamaðurinn við The Times.

Gay hefur átt betra tíma á hlaupabrautinni í ár en Bolt á sem hefur þó ekki áhyggjur af því að Gay vinni sig.

„Ég hlakka ekki til að keppa við Tyson. Ég hef ekki áhyggjur af því að hann vinni mig, þetta er vegna þess að ég bar svo mikla virðingu fyrir honum. Þetta er svolítið eins og þegar foreldrum líður þegar barnið þeirra gerir eitthvað rangt og bregst trausti þeirra,“ sagði Bolt.

„Þú verður að gera íþróttamenn óttaslegna, að láta þá hugsa um afleiðingar gjörða þeira. Ef þeir sleppa með ódýra refsingu, af hverju ætti þeim ekki að vera sama?“ sagði Bolt, harðorður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert