Vigdís stórbætti eigið Íslandsmet

Vigdís Jónsdóttir sleggjukastari, bætti eigi Íslandsmet verulega í dag.
Vigdís Jónsdóttir sleggjukastari, bætti eigi Íslandsmet verulega í dag. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Vigdís Jónsdóttir, úr FH, bætti rétt áðan eigið Íslandsmet í sleggjukasti kvenna á móti á Kaplakrikavelli. Hún kastaði sleggjunni 57,06 metra í fyrstu umferð og bætti eigi Íslandsmet sem hún setti 22. maí í fyrra um 1,65 metra. 

Vigdís átti annað kast yfir gamla Íslandsmetinu á mótinu í Kaplakrika sem var 56,50 metrar. Tvö önnur köst voru um 54 metra löng. Vigdís hefur keppnistímabilið af krafti. 

Hilmar Jónsson kastaði 6 kg sleggju 75,28 metra á mótinu í Kaplakrika í dag. Hans besti árangur með 6 kg sleggju er 77,54 metrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert