Karlremban í knattspyrnusambandinu rekin

Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu.
Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

Felice Belloli, forseti áhugaknattspyrnusambands Ítalíu, var í dag rekinn úr starfi sínu vegna ummæla sem hann lét út úr sér á fundi. Var ummælunum beint að konum sem stunda knattspyrnu en hann sagði: „Nú er nóg komið, við getum ekki endalaust hent peningum í þessar lesbíur.“

Belloli neitaði síðar fyrir að hafa sagt þetta, en Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins trúði honum ekki og var honum því vikið úr stöðu sinni í dag eftir að knattspyrnusambandið hafði rannsakað málið.

Ummælin vöktu upp mikla óánægju á meðal knattspyrnuáhugamanna á Ítalíu og var ákveðið að aflýsa bikarúrslitaleik kvenna á Ítalíu sem átti að fara fram á laugardaginn í mótmælaskyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert