Aníta í 5. sæti í Belgíu

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppti í fyrsta skipti utanhúss á þessu ári á alþjóðlegu móti í Belgíu í dag. Aníta hafnaði í 5. sæti á tímanum 2:01,50 mínútum. 

Sigurvegarinn Alison Leonard frá Bretlandi var einni sekúndu fljótari. Sigurtíminn 2:00,50 mín er nánast sami tími og Íslandsmet Anítu utanhúss, sett í Þýskalandi 2013.

Aníta er 19 ára gömul og lögleg á EM unglinga í sumar í síðasta skipti en keppinautar hennar í Belgíu voru allir eldri en hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert