Ásdís í 3. sæti í Dakar

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ármenningurinn Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í dag í 3. sæti í spjótkasti á alþjóðlegu móti í Dakar í Senegal. Ásdís kastaði spjótinu 57,54 metra. 

Var þetta annað mótið sem Ásdís keppir í á árinu. Á samskiptamiðlum segist hún vera á undan áætlun en þegar hún handarbrotnaði í febrúar var ekki reiknað með því að hún yrði komin í keppnisform í maí. 

Ásdís keppti í miklum mótvindi í dag en tókst í einu kasti að kljúfa vindinn og var sátt við niðurstöðuna enda kastaði hún lengra en í sínu fyrsta móti fyrir viku. Íslandsmet Ásdísar frá Ólympíuleikunum í London er 62,77 metrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert