Drakk ólyfjan hjá vini eða kunningja

Það er ekki sama hvað íþróttamenn láta ofan í sig.
Það er ekki sama hvað íþróttamenn láta ofan í sig. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þeim mun oftar sem ég les yfir úrskurð dómstóls ÍSÍ yfir handboltamanni sem birtur var í vikunni, þeim mun minna skil ég í honum. Mér finnst niðurstaðan nánast einfeldningsleg.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi ber því við að hafa fengið sopa af ólyfjan hjá vini eða kunningja og sleppur þar með fyrir horn hjá dómstólnum.

Óumdeilt er að íþróttamaðurinn ber ábyrgð á því sem hann setur ofan í sig. Og síður en svo er þetta í fyrsta sinn sem dómstóllinn bendir á þá staðreynd í niðurstöðu sinni. Enn og aftur er talað fyrir daufum eyrum. Af hverju skyldi það nú vera? Er það kannski vegna þess að dómarnir eru vægir? Silkihanskarnir hræða ekki.

Í viðhorfsgrein sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag segir Ívar Benediktsson, að tími sé  kominn til að dómstóll ÍSÍ sendi út ákveðnari skilaboð og með strangari refsingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert