Aníta og Vigdís í góðum gír

Aníta Hinriksdóttir byrjar keppnistímabilið vel.
Aníta Hinriksdóttir byrjar keppnistímabilið vel. mbl.is/Eggert

Tvö Íslandsmet í frjálsum íþróttum féllu um helgina. ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir hóf utanhússtímabil sitt með því að keppa á tveimur mótum í Belgíu og í Hollandi. Aníta keppti í 1000 metra hlaupi í Hengelo í Hollandi á sunnudaginn og þar sló hún 33 ára gamalt Íslandsmet. Aníta kom fimmta í mark á tímanum 2.36,63 mínútum en gamla metið átti Ragnheiður Ólafsdóttir sem var 2.44,6 mín. Aníta var ekki langt frá Evrópumeti unglinga 19 ára og yngri en það er 2.35,4 mínútur. Aníta keppti í 800 metra hlaupi í Belgíu og varð í fimmta sæti á tímanum á 2:01,50 mín en lágmarkið á Ólympíuleikana á næsta ári er 2.00 mínútur.

Gefur góð fyrirheit

„Ég er mjög ánægður með þessi tvö hlaup hjá Anítu og ekki síst það síðara. Í báðum þessum hlaupum voru mjög sterkir keppendur og svipaður styrkleiki á þeim eins og í úrslitahlaupi á stórmóti. Aníta var mjög sterk allan tímann í 1000 metra hlaupinu og þetta er langbesta byrjun hjá henni. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir tímabilið hjá henni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Morgunblaðið í gær.

Rætt er við Gunnar Pál og Vigdísi Jónsdóttur, Íslandsmethafa í sleggjukasti, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert