Tveir sigrar í Færeyjum

Rogerio Ponticelli, landsliðsþjálfari í blaki.
Rogerio Ponticelli, landsliðsþjálfari í blaki. Þórður Arnar Þórðarson

Íslenska karlalandsliðið í blaki sem er í lokaundirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana gerðu góða æfinga- og keppnisferð til Færeyja um helgina. Liðið kom heim í gær með tvo sigra í töskunni.

Karlalandsliðið í blaki fór til Færeyja síðastliðinn föstudag. Liðið æfði um kvöldið og spilaði svo vináttulandsleik á laugardag og annan á sunnudag. Liðið var lengi í gang í fyrri leiknum en vann þó leikinn 3:1. Leikurinn var nokkuð jafn en leikmönnum tókst að stilla saman liðið nægilega vel til að vinna. 

Leikurinn á sunnudag var betri hjá báðum liðum. Íslenska liðið náði upp góðri stemmningu í leiknum, móttakan fór batnandi sem gerði sóknarleikinn auðveldari. Hávörn liðsins small saman sem er mikilvægt fyrir komandi átök á Smáþjóðaleikunum. Ísland vann leikinn á sunnudaginn einnig 3:1 og kom því heim með tvo sigra í farteskinu. 

Þrír leikmenn spiluðu sinn fyrsta A landsleik í ferðinni: Felix Þór Gíslason, Ragnar Axelsson og Elías Rafn Ólafsson. 

Þjálfarar liðsins eru á lokametrunum að klára lokahópinn og tilkynna hann en aðeins 12 leikmenn verða í lokahópnum á Smáþjóðaleikunum. Eftirtaldir 13 leikmenn fóru til Færeyja, og því ljóst að skera þarf niður í hópnum.

Al­ex­and­er Stef­áns­son, Göte­borg
Elías Rafn Ólafs­son, HK
Fann­ar Grét­ars­son, HK
Lúðvík Már Matth­ías­son, HK
Ró­bert Karl Hlöðvers­son, Stjarn­an
Theó­dór Óskar Þor­valds­son, HK
Val­geir Val­geirs­son, Þrótt­ur Nes
Ævarr Freyr Birg­is­son, KA
Ragn­ar Ingi Ax­els­son, Þrótt­ur Nes
Fel­ix Þór Gísla­son, HK
Matth­ías Har­alds­son, Þrótt­ur Nes
Kristján Valdi­mars­son, Middelfart
Haf­steinn Valdi­mars­son, Marien­lyst 

Þjálf­ari er Roger­io Ponticelli
Aðstoðarþjálf­ari er Ólaf­ur Jó­hann Júlí­us­son
Sjúkraþjálf­ari er Bjart­mar Birn­ir 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert