UEFA vill fresta kosningu forseta FIFA

Joseph Sepp Blatter forseti FIFA.
Joseph Sepp Blatter forseti FIFA. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, vill að kosningu um forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem fram eiga að fara á föstudaginn verði frestað.

„Við teljum að þingi FIFA eigi að fresta og kosning um forseta verði haldin á næstu sex mánuðum,“ sagði Gianni Infantino ritari í stjórn UEFA við fréttamenn í dag en knattspyrnuheimurinn skelfur eftir atburði dagsins þar sem sjö menn voru hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn banda­rískra yf­ir­valda í Zürich í Sviss í dag. Þeirra á meðal er Jack Warner, fyrr­ver­andi vara­for­seti FIFA, en hann er sakaður um að hafa alls þegið um 10 millj­ón­ir dala frá rík­is­stjórn S-Afr­íku vegna móts­ins sem fór þar fram fyr­ir fimm árum.

Þá hafa stjórn­völd í Sviss einnig hafið sjálf­stæða rann­sókn í tengsl­um við ferlið sem leiddi til þess að ákveðið var að halda HM í knatt­spyrnu í Rússlandi árið 2018 og 2022 í Kat­ar. 

Alls hafa 14 verið ákærðir í mál­inu fyr­ir spill­ingu, en þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútu­greiðslur und­an­far­in 24 ár. Alls er upp­hæðin sögð nema rúm­lega 150 millj­ón­um dala, eða sem jafn­gild­ir rúm­um 20 millj­örðum króna

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert