England fýsilegur kostur fyrir HM 2018

Sepp Blatter, forseti FIFA. Sambandið hefur legið undir þungum ásökunum …
Sepp Blatter, forseti FIFA. Sambandið hefur legið undir þungum ásökunum síðustu daga vegna spillingarmála. AFP

England gæti orðið fýsilegur kostur og haldið heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018 ef Rússland yrði svipt því að fá að halda mótið. Þetta sagði talsmaður knattspyrnusambands Bretlands, FA, í dag, en Svissnesk yfirvöld hófu í gær sakamálarannsókn á mögulegum mútugreiðslum í tengslum við valið á mótshöldurum árin 2018 og 2022. 

Lennart Johansson, fyrrverandi forseti FA, hafði áður sagt í viðtali við sænsk dagblað að England ætti að fá að halda mótið 2018 eftir þann skandal sem væri kominn í ljós. England tapaði fyrir Rússlandi um að fá að halda mótið 2018, en kosning um það fór fram árið 2010.

FIFA hefur aftur á móti tekið fyrir alla möguleika á að aftur verði kosið um mótshaldara þessi ár og neitað því að rangt hafi verið staðið að málum þegar kosið var. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert