„Taugatrekkjandi tími“

Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var fánaberi Íslands á síðustu leikum sem …
Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var fánaberi Íslands á síðustu leikum sem fram fóru í Lúxemborg fyrir tveimur árum. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

„Mér sýnist að allt sé að smella. Það eina sem gæti gert okkur einhvern grikk úr þessu er veðrið,“ sagði Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna sem verða settir með viðhöfn í Laugardalshöll á mánudagskvöld.

Keppt verður frá þriðjudegi fram á laugardag í ellefu greinum, en níu þjóðir taka þátt. Mikil óvissa ríkti um hvort leikarnir færu hreinlega fram, vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna og hótelstarfsfólks, en von er á um 1.200 erlendum gestum.

„Þessi frestun á verkfallsaðgerðum breytti stöðunni algjörlega fyrir okkur. Þetta var ansi taugastrekkjandi tími því ef að allt hefði farið á versta veg hefði ekkert orðið af leikunum. Við erum bara þakklát og það er gleðilegt fyrir þjóðfélagið allt að það séu að nást samningar. Við vorum í sambandi við hinar keppnisþjóðirnar og það sýndu allir mikinn skilning á stöðunni, og það var aldrei svo að einhver talaði um að þurfa að afboða sig,“ sagði Óskar.

Sjá samtal við Óskar Örn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert