Þorbergur níundi í mark á HM

Þorbergur Ingi á fullri ferð í morgun, en mikill hæðarmunur …
Þorbergur Ingi á fullri ferð í morgun, en mikill hæðarmunur var í hlaupinu. Ljósmynd/Twitter

Þorbergur Ingi Jónsson varð í níunda sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. IAU Trail World Championhips) sem fram fór í Frakklandi í morgun.

Þorbergur kom í mark á tímanum 8 klukkustundum, 47 mínútum og 20 sekúndum sem skilaði honum níunda sætinu. Alls var hlaupin 86 kílómetra leið og er hæðarmunurinn á leiðinni 5.300 metrar.

Þorbergur hélt góðum dampi í hlaupinu og var lengst af á meðal tíu efstu manna, meðal annars níundi að loknum 58 kílómetrum. Heimamaðurinn Sylvain Court kom fyrstur í mark á tímanum 8:15,45 klukkustundum.

Hlaupið er í kringum Annecyvatn (f. Lac d'Annecy) og kort af svæðinu má sjá HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert