Tampa og Chicago leika um Stanley-bikarinn

Brent Seabrook fagnar marki fyrir Chicago Blackhawks í oddaleiknum.
Brent Seabrook fagnar marki fyrir Chicago Blackhawks í oddaleiknum. AFP

Tampa Bay Lightning og Chicago Blackhawks leika um Stanley-bikarinn í íshokkí. Tampa vann New York Rangers í undanúrslitum og Chicago sló út Anaheim Ducks. Oddaleiki þurfti í báðum tilfellum. 

Tampa Bay hafnaði í öðru sæti deildakeppni NHL og Chicago var með þriðja besta árangurinn og Tampa á því heimaleikjaréttinn ef til oddaleiks kemur. 

Úrslitarimman fer af stað næstkomandi miðvikudagskvöld og verður fyrsti leikurinn á Flórída, heimavelli Tampa Bay. 

Chicago hefur notið velgengni á síðustu árum og sigraði bæði 2010 og 2013. Liðið er skipað mörgum leikmönnum sem unnu Stanley-bikarinn þessi tvö skipti og liðið er því mjög reynt. Minna fer fyrir reynslunni hjá leikmönnum Tampa Bay sem einu sinni hafa lyft bikarnum fræga en það var árið 2004. Síðan þá hefur liðið ekki komist í úrslit. 

Bæði liðin spila hratt þegar vel tekst til og fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum binda vonir við að rimman verði því fjörug og skemmtileg. 

Ben Bishop markvörður Tampa Bay Lightning fagnar í oddaleiknum gegn …
Ben Bishop markvörður Tampa Bay Lightning fagnar í oddaleiknum gegn Rangers. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert